þri 19. júní 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Kári: Hægt að skoða það ef erlent lið kemur
Icelandair
Kári í baráttu við Gonzalo Higuain í leiknum á laugardaginn.
Kári í baráttu við Gonzalo Higuain í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli í maí þegar Kári Árnason ákvað að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Víking R. eftir fjórtán ára feril í atvinnumennsku erlendis.

Hinn 35 ára gamli Kári var frábær í vörn Íslands í jafnteflinu gegn Argentínu á laugardaginn og ekki er ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir HM.

Kári útilokar sjálfur ekki að halda áfram í atvinnumennsku erlendis næsta vetur.

„Þetta er eitthvað sem ég ákvað fyrir mót," sagði Kári í dag um þá ákvörðun sína að semja við Víking.

„Engu að síður erum við Víkingarnir í góðu samstarfi og það er hægt að skoða það ef það kemur eitthvað erlent lið hvort maður geti tekið one last round."

„Við Víkingarnir tökum á því eins og það kemur."


Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára í heild sinni.
Kári: Lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner