Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   þri 19. júní 2018 08:31
Magnús Már Einarsson
Kári: Lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot
Icelandair
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum á laugardaginn.
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum frí í gær og það var rólegt daginn eftir leik þannig að ég held að við séum allir að koma til," sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu í dag. Leikmenn æfa á ný í dag eftir frí í gær.

„Það er mjög mikilvægt að fá frídag í svona endurheimt. Það er mikið álag og mikið stress og það er frábært að við höfum tíma í það. Ég er ekki viss um að það verði fyrir Króatíu en það er frábært að jafna sig áður en við byrjum á fullu í undirbúning fyrir næsta leik."

Frábært finish hjá Aguero
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á laugardag en Kári og varnarmenn Íslands léku vel og lokuðu á hættulega sóknarlínu Argentínumanna. Sergio Aguero skoraði eina mark Argentínu í leiknum.

„Þeir skora eitt mark og við viljum það aldrei. Það er engu að síður frábært finish hjá honum. Það er lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot. Af því undanskildu var þetta nokkuð gott. Þeir sköpuðu fá færi og við sköpuðum í rauninni betri færi en þeir. Þeir áttu nokkur skotfæri fyrir utan teig en það var ekkert of hættulegt. Heilt yfir var ég nokkuð ánægður með þetta."

Allt öðruvísi gegn Nígeríu
Næsti leikur Íslands er gegn Nígeríu í Volgograd á laugardaginn.

„Það verður allt öðruvísi. Þeir eru líkamlega sterkari. Það er annað að eiga við þessa stráka heldur en hina. Það var svolítið eins og Messi ætti að stjórna öllu hjá Argentínu. Það var reynt að láta hann fá boltann sama hvaða stöðu hann var í."

„Það eru allir öskufljótir og sterkir hjá þeim og við þurfum að passa okkur á skyndisóknum með því að sækja ekki á of mörgum mönnum og gefa þannig færi á okkur."


Hitinn er Nígeríu í vil
Spáð er 31 stiga hita þegar leikurinn byrjar á föstudag. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er þeim í vil. Það þýðir ekkert að pæla í utanaðkomandi aðstæðum. Við þurfum bara að takast á við það sem kemur," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner