Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 19. júní 2018 20:09
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi kvenna: Selfoss náði góðu stigi gegn Þór/KA
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Selfoss 0 - 0 Þór/KA

Selfoss og Þór/KA mættust í fyrsta leik dagsins í Pepsi deild kvenna. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar og vonaðist Þór/KA eftir sigri í dag.

Gestirnir byrjuðu betur og fengu tvær hættulegar hornspyrnur sem þeim tókst þó ekki að nýta. Bæði lið fengu þó nokkur færi til að skora í fyrri hálfleik án árangurs. Líklega var völlurinn eitthvað að trufla en hann var rennblautur.

Caytlin var öflug í marki Selfyssinga í dag og átti góða vörslu á 51.mínútu er hún stoppaði skot Söndru Mayor. Þór/KA tók öll völd á leiknum og fengu þó nokkur færi en heppnin var ekki með þeim. Ekkert má þó taka af vörn Selfyssinga sem var frábær í leiknum.

Bæði lið fengu þó nokkur færi undir lok leiks og sérstaklega Þór/KA. Caytlin var hinsvegar frábær í marki Selfoss og varði vel. Hvorugu liðinu tókst að skora og jafntefli niðurstaðan í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner