banner
   þri 19. júní 2018 21:20
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi kvenna: Valur og Breiðablik með sigra - Jafntefli hjá Grindavík og HK/Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í Pepsi deild kvenna.

Breiðablik mætti FH á Kópavogsvelli þar sem tvö sjálfsmörk litu dagsins ljós.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en á 61.mínútu kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir Blikum yfir. FH var þó ekki lengi að jafna er Kristín Dís Árnadóttir skoraði sjálfsmark aðeins tveimur mínútum síðar.

Á 75. mínútu komst Breiðablik aftur yfir, nú var það Hugrún Elvarsdóttir, leikmaður FH sem varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net. Agla María Albertsdóttir innsiglaði svo sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok.

Í Grindavík gerðu heimakonur jafntefli við HK/Víking. Hildur Antonsdóttir, fyrrum leikmaður Vals kom gestunum yfir á 26.mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Rio Hardy fyrir Grindavík.

Fleira var ekki skorað í leiknum og jafntefli niðurstaðan.

Loks sigraði Valur lið KR á Hlíðarenda. Þær Elín Metta Jensen og Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoruðu báðar tvö mörk. Elín kom Val yfir undir lok fyrri hálfleiks. Guðrún skoraði tvö mörk með stuttu millibili áður en Elín skoraði sitt annað mark og fjórða mark Vals.


Valur 4 - 0 KR
1-0 Elín Metta Jensen ('43 )
2-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('77 )
3-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('82 )
4-0 Elín Metta Jensen ('83 )

Breiðablik 3 - 2 FH
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('65 )
1-1 Kristín Dís Árnadóttir ('69 , sjálfsmark)
2-1 Hugrún Elvarsdóttir ('74 , sjálfsmark)
3-1 Agla María Albertsdóttir ('85 )

Grindavík 1 - 1 HK/Víkingur
0-1 Hildur Antonsdóttir ('27 )
1-1 Rio Hardy ('31 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner