þri 19. júní 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Póllands: Sigurmark þeirra ansi áhugavert
Mynd: Getty Images
Adam Nawalka, landsliðsþjálfari Póllands sagði að það hefði verið ansi áhugavert hvernig M'Baye Niang kom aftur inn á völlinn til þess að skora sigurmarkið í leik Póllands og Senegal fyrr í dag.

Thiago Cionek varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og koma Senegal yfir. Hrakfarir Pólverja í leiknum var þó ekki lokið því að mistök í vörninni gerði Niang kleift að skora í autt markið.

Nawalka gat vorkennt liði sínu yfir öðru markinu þar sem Grzegorz Krychowiak gaf boltann ansi óheppilega til baka beint í hlaupaleið Nian sem stakk sér framfyrir Wojciech Szczesny sem reyndi að koma út til mots við boltann.

Þjálfarinn sagði að leikmenn sínir hefðu verið hissa á því að Niang hafi verið leyft að koma aftur inn á völlinn á þessum tímapunkti eftir að hafa farið út af tímabundið vegna meiðsla og að þeim hafi ekki verið ljóst að honum hafi verið sagt að koma aftur inn á völlinn.

Þetta var frekar áhugavert. Við vorum með boltann, ég er viss um að þeir sáu ekki leikmanninn koma af hliðarlínunni. Wojciech reyndi að bjarga málunum en honum tókst það ekki. Við vorum mjög hissa, það var mikið af misskilningi í kringum þetta,” sagði Nawalka.

Nawalka átti þá erfitt með að útskýra af hverju lið hans spilaði svo illa í leiknum.

Ég held að það sé enginn afsökun nógu góð fyrir fyrri hálfleikinn. Það var fullt af mismunandi hlutum sem leiddi til vondrar frammistöðu. Við vorum ekki nægilega ákveðnir, hvorki miðjan né kantmennirnir unnu vel. Við vorum ekki samstilltir. Við gerðum þó betur í síðari hálfleik, en ekki nógu vel." sagði Nawalka.

Pólverjar þurfa að spila mun betur ætli þeir sér að sigra Kólumbíu í næsta leik, um hálfgerðan úrslitaleik er að ræða fyrir bæði lið en þau þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner