Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. júní 2018 12:46
Ívan Guðjón Baldursson
Valur gæti mætt Celtic og Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Valur dróst gegn Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar og mun sigurliðið annað hvort mæta Glasgow Celtic eða FC Alashkert frá Armeníu.

Leikið er heima og úti, þannig Brendan Rodgers og lærisveinar hans gætu kíkt í heimsókn á Hlíðarenda fari allt að óskum.

Valsarar þurfa heldur betur að taka á honum stóra sínum gegn Rosenborg sem er með Nicklas Bendtner og Matthías Vilhjálmsson innanborðs.

Rosenborg hefur unnið norsku deildina þrjú ár í röð, sem jafnast þó ekki næstum því á við árangur Celtic í Skotlandi. Celtic er búið að vinna efstu deild þar í landi sjö sinnum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner