þri 19. júní 2018 20:37
Ingólfur Páll Ingólfsson
Wilshere staðfestir að hann sé á förum frá Arsenal
Wilshere hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal.
Wilshere hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal var rétt í þessu að tilkynna að hann sé á förum frá félaginu.

Jack Wilshere hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa Arsenal þegar samningur hans rennur út í lok mánaðar. Staðfesti hann fréttir þess efnis í tilkynningu á Instagram.

Wilshere segir þar að eftir viðræður við þá sem tengjast félaginu, sérstaklega eftir fund sem hann átti við Unai Emery þá hafi honum ekki staðið annað til boða en að yfirgefa félagið.

Segist hann hafa verið tilbúinn til þess að taka á sig launalækkun til þess að vera áfram hjá félaginu en að samningar hafi ekki náðst.

Wilshere hefur verið hjá Arsenal í nærri því 17 ár en leitar sér nú að nýju félagi. Hann hefur meðal annars verið sterklega orðaður við West Ham. Það verður spennandi að sjá hvar hann spilar á næsta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner