Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júlí 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ahmed Elmohamady til Aston Villa (Staðfest)
Elmohamady í leik gegn Manchester United.
Elmohamady í leik gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur keypt bakvörðinn Ahmed Elmohamady frá Hull City fyrir 1 milljón punda, en þetta var staðfest í dag.

Elmohamady skrifaði undir þriggja ára samning við Villa.

Elmohamady, sem er 29 ára gamall, mun nú aftur fá tækifæri til að vinna með Steve Bruce, en Bruce er fyrrum þjálfari Hull.

Aston Villa nýtti sér klásúlu í samningi leikmannsins, en hún tók gildi eftir að Hull féll úr ensku úrvalsdeildinni. Riftunarverðið í samningi hans varð 1 milljón punda eftir að Hull féll.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Aston Villa fær til sín í sumar, en áður höfðu John Terry og Sam Johnstone samið við félagið.

Birkir Bjarnason leikur með Aston Villa, en hann kom þangað í janúar. Hann er að jafna sig af meiðslum og hefur verið duglegur að spila með liðinu á undirbúningstímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner