mið 19. júlí 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Angerer hrósar íslenskum stuðningsmönnum
Bláa hafið.
Bláa hafið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir stuðningsmenn fóru á kostum þegar Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi í gær.

Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á EM í Hollandi.

Ísland spilaði frábærlega í leiknum, en Íslendingar á vellinum voru einnig frábærir í stúkunni.

Um 3000 Íslendingar voru á vellinum og það heyrðist vel í þeim.

Nadine Angerer, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins, var hrifinn af íslensku stuðningsmönnum, en hún greindi frá því á Twitter.

Angerer, sem er í dag markmannsþjálfari hjá Portland Thorns, liði Dagnýar Brynjarsdóttur, sagði: „Íslenskir stuðningsmenn eru frábærir," á Twitter-síðu sinni og lét myndband fylgja.

Hér að neðan má sjá þetta.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner