Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júlí 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Cassano lagði skóna á hilluna í einn dag
Cassano fagnar marki með Roma fyrir mörgum árum síðan.
Cassano fagnar marki með Roma fyrir mörgum árum síðan.
Mynd: Getty Images
Framherjinn litríki Antonio Cassano átti viðburðaríkan dag í gær. Hann lagði þá skóna á hilluna en hætti svo við þá ákvörðun nokkrum klukkutímum síðar.

Hinn 35 ára gamli Cassano samdi í síðustu viku við nýliða Verona í Serie A.

Í gær fann hann fyrir heimþrá og hann vildi flytja aftur til fjölskyldu sinnar sem býr í 290 kílómetra fjarlægð frá Verona.

Cassano sagðist í kjölfarið vera hættur í fótbolta en hann tók síðan U-beygju nokkrum klukkutímum síðar og nú ætlar hann að spila með Verona.

„Ég átti vont augnablik í morgun. Ég átti fund með Fabio Pecchia (þjálfara Verona) og fleirum og sagði þeim að ég vildi hætta," sagði Cassano í gær.

„Ég saknaði fjölskyldunnar en stjórn félagsins hefur beðið fjölskyldu mína um að flytja hingað og veita mér styrk til að halda áfram í fótbolta. Ég vil takast á við þessa áskorun og eiga brjálað tímabil."
Athugasemdir
banner
banner
banner