Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júlí 2017 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að ganga frá kaupum á Morata
Morata er á leið til Chelsea.
Morata er á leið til Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea er nálægt því að kaupa Alvaro Morata, sóknarmann frá Evrópumeisturum Real Madrid, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Morata mun fljúga til Lundúna á morgun og gangast undir læknisskoðun. Eftir það mun hann skrifa undir fimm ára samning.

Manchester United hafði reynt að kaupa Morata frá Real Madrid, en samkomulag um kaupverð náðist ekki. United keypti þess í stað Romelu Lukaku frá Everton fyrir 75 milljónir punda.

Chelsea ætlaði að kaupa Lukaku, en þeir voru of seinir. Nú eru þeir að kaupa annan sóknarmann, Morata, en félagið hefur einnig verið orðað við Pierre-Emerick Aubameyang hjá Borussia Dortmund, Andrea Belotti hjá Torino og Sergio Aguero hjá Manchester City.

Í dag ákvað félagið að kaupa Morata eftir að hafa komist að því að Aguero og Aubameyang væru ekki til sölu.

Talið er að Chelsea borgi 70 milljónir punda fyrir Morata.

Uppfært 18:22:
Chelsea staðfestir samkomulag.



Athugasemdir
banner
banner
banner