Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júlí 2017 07:00
Dagur Lárusson
Davíð Þór: Þeir misstu sig algjörlega
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er í raun margt sem ég get sagt um þennan leik," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir að liðið komst áfram í undankeppni meistaradeildarinnar í gær.

„Í endann var aðalatriðið kannski bara það hvað það var ótrúlega sætt að ná þessu marki."

„Við vorum með boltann 80% af leiknum, ef ekki meira, og náðum að skapa nokkur góð færi, sértaklega tvö góð færi í seinni hálfleik."/i>

FH-ingar fengu markið mikilvæga úr víti undir loks leiksins og var Davíð sannfærður um það að þetta hafi verið réttur dómur.

„Jú mér fannst það. Ég var nálægt þessu og hann bara reif í Flóka þegar Flóki var að fara að skjóta þannig dómarinn gat ekkert annað gert nema dæmt víti."

Leikmenn Vikings voru orðnir frekar pirraðir undir loks leiks og vildi Davíð meina að nokkrir þeirra hefðu getað fokið útaf.

„Þeir hefðu nokkrir þarna getað fokið útaf, þeir misstu sig algjörlega."

Viðtalið er tekið frá FHingar.net


Athugasemdir
banner
banner
banner