mið 19. júlí 2017 23:00
Hafliði Breiðfjörð
EM bjórinn MLV9 DIPA kominn í höfuðborgina
Mynd: Aðsend
Í byrjun júlí kynnti brugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum EM bjórinn MLV9 sem fyrirtækið bruggaði til heiðurs Margréti Láru Viðarsdóttur og leikmönnum kvennalandsliðs Íslands.

Bjórinn fór svo formlega í sölu hjá þeim um goslokarhelgina í eyjum og hefur hann fengið frábærar viðtökur.

Í gær þegar kvennalandsliðið lék sinn fyrsta leik á EM í Hollandi kom svo MLV9 í sölu á höfuðborgarsvæðinu. Mun bjórinn fást á Skúla Bar á Fógetatorginu rétt við EM torgið á Ingólfstorgi.

Gaman að heiðra frábæran árangur kvennalandsliðsins
„Árangur bæði karla- og kvennalandsliða í fótboltanum hefur verið frábær að undanförnu. En árangur kvennalandsliðsins nær lengra aftur og því komin tími á að heiðra þær með góðum bjór. Það er frábært að sjá hvað stemningin í kringum kvennalið er orðin mikil og þær eiga alla þessa athygli fyllilega skilið“ segir Kjartan Vídó

Á síðasta ári kynnti The Brothers Brewery bjórinn Heimi þegar EM í Frakklandi var í gangi. Sá bjór var framleiddur í litlu magni en framleiðslutæki þeirra bruggbræðra hafa vaxið töluvert frá þeim tíma.

Sláin inn af löngu færi
„Við höfum fengið frábærar viðtökur við MLV9 frá því að við kynntum hann og hófum sölu á bjórnum í eyjum. Bjórinn er 9% til að tengja hann við númer Margrétar Láru og einn þeirra sem smökkuðu hann um daginn sagði að bjórinn væri sláin inn af löngu færi. Það er ljóst að MLV9 verður ekki bara framleiddur í þetta eina skiptið, ég spái því að MLV9 sé kominn til að vera enda viðtökurnar frábærar.“ segir Kjartan Vídó sölu- og markaðsstjóri The Brothers Brewery að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner