Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júlí 2017 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM kvenna: Sannfærandi sigur Spánverja
Gleði.
Gleði.
Mynd: Getty Images
Spánn 2 - 0 Portúgal
1-0 Maria Victoria Losada Gomez ('23)
2-0 Amanda Sampedo Bustros ('42)

Spánn vann frekar auðveldan sigur á Portúgal í fyrri leik dagsins á EM kvenna í HollandI í dag.

Maria Victoria Losada Gomez, leikmaður Barcelona, kom Spáni yfir á 23. mínútu og áður en fyrri hálfleikurinn var úti bætti Amanda Sampedo Bustros, leikmaður Atletico, við öðru marki.

Spánverjar gætu komið á óvart á þessu móti, en þær spiluðu frábærlega í dag. Þær áttu 17 marktilraunir á meðan Portúgal átti aðeins tvær. Yfirburðirnir voru miklir.

Lokatölur í þessum leik, 2-0 fyrir Spán.

Síðar í kvöld mætast England og Skotland.
Athugasemdir
banner
banner