Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júlí 2017 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Haukur Lár í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið varnarmanninn Hauk Lárusson í sínar raðir frá Fram.

Hinn 29 ára gamli Haukur hefur spilað þrjá leiki með Fram í Inkasso-deildinni í sumar en í fyrra lék hann tólf leiki með liðinu.

Haukur er uppalinn hjá Fjölni en hann hjálpaði liðinu upp í Pepsi-deildina árið 2013 og lék með liðinu þar 2014 og 2015.

Haukur, eða rauði turninn eins og hann er kallaður, á samtals 104 leiki að baki í deild og bikar á ferli sínum.

Afturelding er í 4. sæti í 2. deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Hugin á Seyðisfirði á laugaradaginn. Haukur gæti leikið sinn fyrsta leik með Aftureldingu þar.
Athugasemdir
banner
banner