Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 19. júlí 2017 15:45
Arnar Daði Arnarsson
Katrín: Frakkarnir byrjuðu að væla eftir tvær mínútur
Katrín í leiknum í gær
Katrín í leiknum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson gerði eina breytingu á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Frökkum í gær frá æfingaleiknum gegn Brasilíu sem var síðasti æfingaleikur Íslands fyrir EM.

Dagný Brynjarsdóttir kom inn fyrir Katrínu Ásbjörnsdóttur í fremstu víglínu.

„Auðvitað er maður svekktur að vera tekin út, en Dagný er mjög góður kandídat í þessa stöðu og gerði það vel í leiknum. Mér langar að hrósa henni fyrir það," sagði Katrín og hélt áfram.

„Við eigum mjög marga góða sóknarmenn sem geta leyst þessar þrjár stöður fram á við og ég fékk mín tækifæri og margar mínútur og ég er sátt með það," sagði Katrín.

Hún segir það ekki vera áhyggjuefni þó íslenska landsliðið sé ekki búið að skora fótboltamark í fjórum leikjum í röð.

„Við erum búnar að spila á móti Frakklandi og Brasilíu. Þetta eru ótrúlega góð lið og eitt af bestu liðum í heimi. Ég hef litlar áhyggjur, mörkin koma á laugardaginn í mjög mikilvægum leik gegn Sviss sem við verðum að taka."

„Við þurfum að fókusera á næsta leik og taka þessi þrjú stig, sama hvernig mörkin koma, þá munu þau koma við vitum það alveg," sagði Katrín sem var ánægð með baráttuna í liðinu í leiknum í gær.

„Þær byrja að væla eftir tvær mínútur yfir baráttunni í okkur og hvað við erum fastar fyrir og það er það sem við viljum. Við erum þekktar fyrir þetta og viljum spila svona. Við vorum yfir á mörgum sviðum í gær en erum óheppnar í lokin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner