mið 19. júlí 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: Rás 2 
Kiddi Jak: Taktlaus ákvörðun
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jakbosson, fyrrum FIFA dómari og núverandi formaður dómaranefndar KSÍ, telur að Fanndís Friðriksdóttur hafi átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum gegn Frökkum í gær.

„Það var mín fyrsta tilfinning, og eftir að hafa séð þetta líka í endursýningu þá urðu rökin fyrir því enn sterkari. Mér hefði fundist réttlátt að dæma vítaspyrnu. Bæði var ýtt og svo fannst mér hún setja löppina fyrir hana,“ sagði Kristinn í Morgunútvarpinu.

Dómarinn frá Ítalíu var í góðri aðstöðu nálægt atvikinu „Hún var fullkomlega staðsett og gat í rauninni ekki verið nær þessu, þá hefði hún bara verið fyrir,“ segir Kristinn.

Á 85. mínútu fengu Frakkar vítaspyrnu þegar Amandine Henry féll eftir baráttu við Elínu Mettu Jensen. Þá var dæmd vítaspyrna.

„Miðað við taktinn í leiknum fannst mér þetta vera taktlaus ákvörðun. Ég held að enginn á vellinum hafi átt von á því að þetta yrði vítaspyrna. Ég held að þeir hafi verð jafnhissa, Frakkarnir, miðað við viðbrögð þeirra,“ sagði Kristinn í Morgunútvarpinu.

Sjá einnig:
Ísland átti að fá víti gegn Frakklandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner