Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 19. júlí 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um Keita: Erum við í Vegas?
Klopp er alltaf hress!
Klopp er alltaf hress!
Mynd: Getty Images
Það er orðin venja þegar Jurgen Klopp hittir blaðamenn í sumar að hann sé spurður út í miðjumanninn Naby Keita.

Dietrich Mateschitz, eigandi þýska liðsins RB Leipzig, segir að félagið hafi hafnað 66 milljóna punda tilboði frá ónefndu félagi í Keita.

Hinn 22 ára gamli Keita hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í sumar og ekki er ólíklegt að tilboðið hafi komið þaðan.

Klopp var spurður að því hvort hann myndi gera stærra tilboð í Keita eftir 2-0 sigur Liverpool á Crystal Palace í Hong Kong í dag.

„Hvað veistu? Var 66 milljónum punda hafnað í dag?" sagði Klopp brosandi. „Erum við í Vegas?"

Klopp neitaði líka að sjá sig um vinstri bakvörðinn Andrew Robertson, sem er á leið til Liverpool frá Hull City.

„Ég segi aldrei neitt um neinn fyrr en þeir eru búnir að semja eða eru farnir. Þegar eitthvað gerist þá segi ég ykkur það strax."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner