Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júlí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Kaffið.is 
Ná ekki í lið vegna EM - KSÍ neitar að fresta
Hamrarnir ná ekki í lið.
Hamrarnir ná ekki í lið.
Mynd: Hamrarnir
Úr leik Ísland og Frakklands í gær.
Úr leik Ísland og Frakklands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tapaði íslenska kvennalandsliðið naumlega gegn Frakklandi á Evrópumótinu í Hollandi. Ísland spilaði frábærlega, en umdeildur vítaspyrnudómur undir lok leiks varð liðinu að falli.

Líkt og síðasta sumar er mikill áhugi á því að fara út og fylgjast með landsliðinu okkar keppa á EM. Til að mynda voru um 3000 Íslendingar á leiknum í gær.

Rakel Óla Sigmundsdóttir setti áhugaverða færslu inn á Facebook síðu sína í gær þar sem hún talaði um baráttu Hamranna við KSÍ.

Hamrarnir eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Sindra í 1. deild kvenna á laugardaginn, sama dag og Ísland mætir Sviss á EM.

Rakel Óla, sem er leikmaður Hamranna, segir að stjórn félagsins hafi haft samband við KSÍ þann 7. júlí og óskað eftir því að fá leiknum frestað, en margir lykilmenn liðsins eru leikmenn úr 2.fl Þórs/KA sem eru staddar í æfingaferð í Hollandi og að fylgjast með EM.

Hamrarnir fengu stuðning frá forráðamönnum Þórs/KA og bentu á að ferðin hefði ekki verið á dagskrá þegar hægt var að biðja um frí vegna EM í vor. Það hefði því verið ómögulegt fyrir þær að gera ráð fyrir því að þetta myndi gerast.

„Við sendum bréf 7. júlí þar sem við fengum forráðamann Þór/KA til að styðja okkur og að auki benda á að þessi ferð hafi ekki verið á dagskrá í vetur og því ómögulegt fyrir okkur að gera ráð fyrir þessu."

„Svörin sem við fengum svo loksins í dag voru að öll lið hafi fengið kost á því í vetur að óska eftir að leikir færu ekki fram á meðan EM stæði. Samt stendur í bréfinu sem við sendum frá okkur að þessi ferð hafi ekki verið á dagskrá og því ómögulegt fyrir okkur að vita að hún myndi hafa nokkurn hátt hafa áhrif á okkur," segir Rakel í færslunni sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

1. deild kvenna var í fríi þegar EM karla fór fram fyrir ári síðan.

„Af hverju í ósköpunum gildir ekki það sama um okkur, og það sem meira er af hverju er KSÍ í það minnsta ekki liðlegt þegar lið eru með mannskap þarna úti," segir hún.

„Nú er það svo að einn af mikilvægustu leikjum tímabilsins er væntanlega að fara fram á laugardaginn og jafnframt að Hamrarnir muni að öllum líkindum eiga erfitt að ná í lið."

Færslu Rakelar má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner