Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júlí 2017 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Blikar.is 
Páll Olgeir aftur í Breiðablik (Staðfest)
Páll Olgeir er aftur kominn í grænt.
Páll Olgeir er aftur kominn í grænt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Olgeir Þorsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Þetta kemur fram á heimasíðu Kópavogsliðsins.

Páll kemur til Blika frá Augnabliki.

Páll Olgeir er 21 árs miðjumaður, en hann lék með Breiðabliki 2013 og 2014 áður en hann spilaði með Víkingi R. og Keflavík.

Páll, sem er af hinum sterka 1995 árgangi hjá Breiðabliki, á að baki 34 móts leiki með Blikum.

Hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár en kom til baka í Kópavoginn í vor og hóf að leika með Augnablik í 4. deild.

Þar spilaði hann undir stjórn Olgeirs Sigurgeirsson, sem er nú aðstoðarþjálfari Blika. og stóð sig það vel að hann var beðinn að æfa með meistaraflokki Breiðabliks.

Þórður Steinar Hreiðarsson, sem einnig hefur spilað með Augnabliki í sumar, hefur verið að æfa með Breiðabliki upp á síðkastið, en enn er óvitað hvort hann skrifi undir samning.

Breiðablik fékk á dögunum til sín hinn serbneska Dino Dolmagic og þá er Elfar Freyr Helgason á leið heim frá Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner