mán 19. ágúst 2013 10:56
Magnús Már Einarsson
Heimild: Dv.is 
Elfar Árni: Vil þakka öllu Breiðabliksfólki og KR-ingum
Óljóst hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
„Þetta lítur bara þokkalega vel út," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson leikmaður Breiðabliks í viðtali við dv.is í dag.

Elfar Árni missti meðvitund eftir höfuðhögg á fjórðu mínutu leiksins gegn KR í gærkvöldi og í kjölfarið var leik hætt.

Elfar Árni var fluttur með skyndi á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í nótt. Hann var hins vegar útskrifaður í morgun.

,,Ég þarf bara að taka því alveg rólega núna í tíu daga eða eitthvað og svo má ég aðeins fara að hreyfa mig en það er alveg óljóst hvenær ég get farið að spila aftur af einhverju viti. Núna er ég bara að fara af sjúkrahúsinu þannig að það er bara gott."

Leikmenn og sjúkraþjálfarar beggja liða brugðust faglega við eftir að Elfar Árni missti meðvitund í leiknum í gær og hann kann þeim þakkir fyrir.

„Maður vill bara þakka öllu Breiðabliksfólki og öllum KR-ingum, bæði leikmönnum, liðsstjórnum, sjúkraþjálfurum og allt. Það er gaman að finna fyrir öllum þessum samhug og ég þakka allar batakveðjurnar sem ég hef fengið. Það er búið að vera æðislegt að heyra þetta og vita af þessari hjálp sem maður fékk.“

Elfar Árni er staðráðinn í að spila fótbolta aftur þó að óljóst sé hvenær það verði.

„Það er markmiðið en maður þarf víst að bíða í einhvern tíma. Ég má ekki fá höfuðhögg í einhverja mánuði þannig að það verður bara að koma í ljós. Ég er á heimleið núna og maður tekur bara næstu viku mjög rólega og svo fer maður bara að taka eitthvað á því. Þannig að það eru bara góðir tímar framundan held ég," sagði Elfar við dv.is.

Sjá einnig:
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af eftir óhugnalegt atvik
Fréttatilkynning: Líðan Elfars eftir atvikum góð
Óli Kristjáns: Mikilvægt að allir sýni nærgætni í þessu
Mynd: Elfar Árni brosandi á sjúkrahúsinu
Elfar Árni farinn heim af sjúkrahúsi
Borghildur: Það brugðust allir faglega við
Athugasemdir
banner
banner
banner