Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. ágúst 2014 11:28
Magnús Már Einarsson
15 ára strákur valinn í norska landsliðið
Mynd: Getty Images
Martin Ødegaard leikmaður Strømsgodset hefur verið valinn í norska landsliðshópinn sem mætir Sameinuðu arabísku Furstadæmunum í vináttuleik þann 27. ágúst næstkomandi.

Ødegaard er 15 ára og 245 daga en hann verður ekki 16 ára fyrr en í desember.

Ødegaard, sem er fæddur 1998, hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Strømsgodset í sumar en ef hann kemur við sögu í leiknum í næstu viku verður hann yngsti landsliðsmaður Noregs frá upphafi.

Tormod Kjellsen á núverandi met en hann var 15 ára og 351 daga þegar hann spilaði með norska landsliðinu árið 1910.

Hér að neðan má sjá myndband af tilrþifum Ødegaard á tímabilinu en mörg stórlið fylgjast með honum þessa dagana.


Athugasemdir
banner
banner
banner