Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. ágúst 2014 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Andrea Ranocchia: Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Andrea Ranocchia, varnarmaður Internazionale á Ítalíu, vanmetur ekki Stjörnuliðið fyrir leik liðanna í Evrópudeildinni á morgun en leikurinn verður háður á Laugardalsvelli.

Ranocchia sat fyrir svörum á Laugardalsvelli fyrir nokkrum mínútum síðan en hann virkaði afar hógvær.

Hann var meðal annars spurður út í stöðu hans hjá ítalska landsliðinu og þá segir hann að þessi leikur eigi lengi eftir að vera í minnum Stjörnumanna.

,,Á morgun verður þetta leikur sem er lífstíðarleikur fyrir Stjörnumenn en þeir vilja leggja mikla áherslu á það að komast áfram. Þetta verður líka erfiður leikur fyrir okkur því við viljum komast áfram," sagði Ranocchia.

,,Það er skylduverkefni að vinna báða leikina og við leggjum mikla áherslu á að komast áfram í Evrópudeildinni."

Ranocchia vonast til þess að komast aftur í ítalska landsliðið en með góðri frammistöðu á komandi tímabili ætti það að takast.

,,Auðvitað en það fer eftir því hvernig liðinu mun ganga í ár og hvernig liðið mun standa sig. Vonandi kemst ég aftur í bláa búninginn," sagði hann að lokum.

Ranocchia verður að öllum líkindum í miðverðinum gegn Stjörnumönnum á morgun en þessi hávaxni leikmaður er iðinn við að koma boltanum í netið eftir föst leikatriði.
Athugasemdir
banner
banner
banner