Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. ágúst 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Ashley Williams: Höfum sagt Gylfa hvað hann er mikilvægur
Gylfi fagnar sigurmarki sínu á Old Trafford.
Gylfi fagnar sigurmarki sínu á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Ashley Williams, fyrirliði Swansea, telur að Gylfi Þór Sigurðsson geti gert mikið fyrir liðið á komandi tímabili.

Gylfi varð í sumar dýrasti leikmaðurinn í sögu Swansea og hann minnti strax á sig með sigurmarki gegn Manchester United á Old Trafford um helgina.

,,Hann gæti orðið gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og þess vegna borgaði formaðurinn svona mikið fyrir hann," sagði Williams.

,,Hann hefur gæðin sem við þurfum framarlega á vellinum. Hann vissi hversu mikið við vildum fá hann og hann mun setja mark sitt á tímabilið hjá okkur."

,,Hann er að koma úr liði þar sem hann var hluti af hópnum í lið þar sem hann er mikilvægur og við höfum sagt honum hvað hann er mikilvægur fyrir okkur. Hann er klókur leikmaður með mikil gæði."

,,Við höfum saknað þess að hafa leikmann með svona gæði og hann var réttur maður á réttum stað þegar hann kláraði færið af yfirvegun. Við erum í skýjunum með hann og vonandi verður hann öflugur fyrir okkur á þessu tímabili."

Athugasemdir
banner
banner
banner