Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 19. ágúst 2014 22:13
Arnar Daði Arnarsson
Bjössi Hreiðars: Dæmir Garðar Örn ekki alltaf rétt?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Haukar unnu mikilvægan 3-2 heimasigur á KV í kvöld í 17. umferð 1. deildar karla. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar og með sigrinum komust Haukar upp um nokkur sæti og fjær fallsætinu.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Hauka var mikið létt eftir leikinn, eftir tvö töp í röð í síðustu leikjum.

,,Ég tek það úr þessum leik að núna unnum við jafnan leik. Mér fannst við reyndar betri í heildina en núna vinnum við leik en í síðustu tveimur leikjum erum við búnir að klúðra niður góðri stöðu. Núna komum við til baka og gerðum það frábærlega. Strákarnir sýndu karakter og unnu gríðarlega mikilvægan leik."

Spilamennska Hauka var ekki upp á marga fiska í leiknum í kvöld og viðurkennir Sigurbjörn að það hafi ekki verið það sem Haukarnir lögðu upp með.

,,Við ætluðum ekkert að sigta inn á það í kvöld að ná einhverjum klobbum og þríhyrningum. Við ætluðum að taka á þeim og keyra upp tempó-ið. Við gerðum það reyndar ekki í byrjun og við vorum lengi í gang og fengum á okkur sloppy mark. Við jöfnum síðan og byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti."

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á hann í kjölfarið. Haukamenn vildu meina að brotið hafi byrjað langt fyrir utan teig.

,,Mér fannst hann byrja að teika hann á miðjum vallarhelmingnum en að einhverju hluta vegna færðist þetta inn í teig. Sennilega var þetta réttur dómur, dæmir ekki Garðar Örn ekki alltaf rétt? Ég hefði auðvitað verið brjálaður ef við hefðum misst þetta niður í jafntefli eða tapað, þá hefði ég sturlast. En núna er þetta allt í lagi."

Fyrsta mark KV var gjöf frá Haukum, fyrst varnarmistök og síðan hefði Sigmar Ingi átt að gera betur í markinu. Ekki sjaldséð sjón frá Haukum í sumar.

,,Við höfum gert töluvert af einstaklings mistökum það er alveg rétt sem hefur leitt til vandræðalegra atvika. Í mörgum leikjum hefur vörnin spilað fínt og spilað klassa vörn en þá kemur eitt og eitt móment og það er það sem við höfum verið að glíma við lengi. Við erum búnir að reyna að koma í veg fyrir það. En það er rétt hjá þér, einstök móment hefur kostað okkur ansi oft í sumar," sagði Sigurbjörn Hreiðars.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner