banner
   þri 19. ágúst 2014 15:04
Elvar Geir Magnússon
Daily Mail: QPR býst við að fá Kolbein
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir frá því í morgun að forráðamenn QPR séu mjög bjartsýnir á að ganga frá kaupum á Kolbeini Sigþórssyni, sóknarmanni Ajax.

Tony Fernandes, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins, sagði í morgun að það væru ný nöfn á leiðinni.

Félagaskiptaglugganum verður lokað um mánaðamótin en Harry Redknapp, stjóri QPR, er þekktur fyrir að vera duglegur við að ganga frá kaupum rétt fyrir lok gluggans.

Kolbeinn hefur verið orðaður við QPR í sumar en haft var eftir leikmanninum í Morgunblaðinu í gær að engar viðræður hefðu átt sér stað. Ekki sé ljóst hvort að hann fari frá Ajax áður en félagaskiptaglugginn lokar eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner