Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 19. ágúst 2014 22:25
Magnús Þór Jónsson
Ejub: Gaman að vakna á morgun og fá sér kaffi.
Þorvaldur Örlygsson kom ekki í viðtal að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic þjálfari Víkinga ljómaði eins og sól í heiðríkju eftir dramatískan 1-0 sigur á baráttuglöðum HK-ingum á Ólafsvíkurvelli í kvöld.

"Já, sigurinn var sætur.  Mér fannst við spila rosalega vel allan tímann, sérstaklega í fyrri hálfleik.  Við héldum boltanum vel, það er erfitt að spila á móti liði sem er nánast að verjast með 10 manns og erfitt að finna glufu.  Þeir voru vel skipulagðir, hlupu og börðust vel en við héldum áfram og í restina kom frábært mark."


"Við vorum að sækja á háu tempói og mér fannst við halda því allan tímann.  Vissulega hefði leikurinn getað dottið báðu megin síðustu mínúturnar".

Sigurinn gríðarlega mikilvægur, nú hljóta menn að geta leyft sér að dreyma aftur í Ólafsvík.

"Já, það er rétt hjá þér, þessi leikur og sá síðasti voru virkilega flottir, sérstaklega þar sem við erum að glíma við meiðsl og leikbönn, en komum sterkir til baka og héldum haus".

Nánar er rætt við Ejub í viðtalinu sem fylgir, m.a. um sigurmarkið, næsta verkefni liðsins sem er að fara á Sauðárkrók og upplegg HK í leiknum í dag.

Þorvaldur þjálfari HK kom ekki í viðtal eftir leik á meðan fréttaritari var við störf og því verður ekki viðtal við hann á vefnum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner