þri 19. ágúst 2014 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Eyþór Helgi fylgist með Víkingum af svölunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í fyrstu deild karla, fylgist með leik liðsins gegn sínu gamla félagi HK af svölunum í bænum.

Eyþór var dæmdur í fimm leikja bann fyrir að vera með fordóma í garð Vacheslav Titov, aðstoðardómara, í leik Víkings gegn Grindavík.

Hann fékk því fimm leikja bann fyrir vikið en Ólafsvíkingar hafa áfrýjað og bíða nú eftir niðurstöðu frá KSÍ.

Eyþór má ekki mæta á leiki Víkings á meðan en hann getur þó fylgst með Víkingum. Hann er mætur í íbúðarhús í Ólafsvík og horfir á leikinn af svölunum eða skotastúku í þessu tilviki.

Það er þó allt löglegt við þetta en hann er ekki á vallarsvæðinu má því fylgjast með sínu liði en staðan er markalaust í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner