Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. ágúst 2014 23:52
Elvar Geir Magnússon
Flösku kastað að Wenger
Arsene Wenger í leiknum í kvöld.
Arsene Wenger í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur skilað inn kvörtunum til UEFA eftir að flösku var kastað að Arsene Wenger þegar hann gekk af velli eftir fyrri leik liðsins gegn Besiktas í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í Tyrklandi endaði 0-0.

Wenger var ósáttur við serbneska dómarann sem dæmdi leikinn en hann hrak Aaron Ramsey af velli með tvö gul. Wenger þótti það strangur dómur og er einnig ósáttur með að Demba Ba hafi ekki verið refsað fyrir tæklingu ssem varð til þess að Mikel Arteta haltraði af velli.

Flaska kom fljúgandi úr áhorfendaskaranum en hitti ekki Wenger.

„Hvorugt þessara spjalda sem Ramsey fékk voru verðskulduð. Þegar þú skoðar nokkur af þessum brotum úr leiknum í kvöld þá er ótrúlegt að Ramsey hafi endað með rautt. Dómarinn í leiknum var mjög lélegur," sagði Wenger.

Það var mikill hiti í leiknum og þjálfari Besiktas, Slaven Bilic, var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli.

„Þetta var stór leikur fyrir okkur og ég var ósáttur við nokkrar ákvarðanir dómarans. Ég gerði þó mistök með hegðun minni og eftir leik bað ég hann og Hr. Wenger afsökunar," sagði Bilic eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner