Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. ágúst 2014 12:11
Arnar Daði Arnarsson
Glódís tæp fyrir Dana leikinn - Guðrún inn
Guðrún hefur verið kölluð í landsliðshópinn. Hér er hún á æfingunni í dag.
Guðrún hefur verið kölluð í landsliðshópinn. Hér er hún á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins er tæp fyrir landsleikinn gegn Dönum á fimmtudaginn en hún hefur kvartað undir verkjum í nára. Hún æfði með landsliðinu í dag.

Hún hefur ekkert getað leikið með Stjörnunni í síðustu tveimur umferðum í Pepsi-deildinni og fór í myndatöku í gær. Búast má við því að niðurstöður komi seinna í dag.

Guðrún Arnardóttir leikmaður Breiðabliks hefur verið kölluð inn í hópinn og æfði með liðinu í dag.

Ljóst er að nýtt miðvarðarpar spilar fyrir Ísland á fimmtudaginn, því Sif Atladóttir er ekki í hópnum að þessu sinni vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Danmerkur í undankeppni HM hefst klukkan 19:30 á fimmtudaginn, en bæði lið þurfa á sigri að halda og því er um að ræða mjög mikilvægan leik. Liðin skyldu jöfn 1-1 ytra í fyrri umferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner