Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. ágúst 2014 12:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Kristjáns framlengir við Start
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Guðmundur Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við Start sem gildir út árið 2017.

Guðmundur er á sínu öðru tímabili hjá Start en hann hefur leikið nánast allar stöður hjá félaginu. Undanfarið hefur hann mest spilað sem miðvörður.

,,Ég hef bætt mig sem leikmaður hér og er ánægður með að framlengja við Start," sagði hinn 25 ára gamli Guðmundur.

,,Ég vona að ég nái að vinna eitthvað með Start í framtíðinni. Annað hvort bikarinn eða deildina."

,,Líkt og allir Íslendingar þá vil ég spila með landsliðinu. Ef ég stend mig ennþá betur með Start þá fer ég að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner