Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 19. ágúst 2014 23:19
Elvar Geir Magnússon
Gunni Guðmunds: Sannfærður um að þetta var ekki víti
Gunnar Guðmundsson.
Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss krækti í mikilvægt stig í baráttunni í 1. deild þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við topplið Leiknis. Selfyssingar sem léku manni færri stærstan hluta leiksins eru nú fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Selfoss komst yfir en Leiknir jafnaði með umdeildu marki þar sem erfitt var að sjá hvort boltinn hefði farið inn.

„Við erum langt frá þessu og getum ekki dæmt um það. Það er þó frekar ólíklegt að boltinn sé inni þegar hann fer í stöngina og slána og svo út. Mér finnst það mjög hæpið en við getum ekki dæmt um það," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfoss.

Leiknir komst svo yfir úr vítaspyrnu. „Ég var mjög ósáttur við þann dóm. Ég er sannfærður um að þetta var ekki víti. Ég ræddi þetta við Geir (Kristinsson sem dæmdur var brotlegur) og það var klárt mál af hans hálfu að þetta var ekki víti."

Einum færri náði Selfoss að jafna 2-2 og sýndi mikla baráttu til að landa þessu stigi.

„Ég er gríðarlega ánægður með baráttuna í liðinu. Allir strákarnir voru frábærir. Með því að breyta skipulaginu náðum við jöfnunarmarki og svo snéri þetta um að múra fyrir markið og halda jafnri stöðu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner