Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 19. ágúst 2014 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Ingvar Jóns: Verður líklega erfitt að sofna í kvöld
Ingvar á æfingu Stjörnunnar í dag.
Ingvar á æfingu Stjörnunnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan mætir Inter frá Mílanó í forkeppni Evrópudeildarinnar, annað kvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en löngu er orðið uppselt á þennan leik sem hefst klukkan 21:00.

Þetta er fyrri leikur liðanna í forkeppninni, en sigurvegararnir úr þessu einvígi tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það mun mæða mikið á Ingvari Jónssyni markverði Stjörnunnar annað kvöld.

,,Það er spurning hvort það verði erfitt að sofna í kvöld. Það er langt í leik, leikurinn er klukkan níu, svo maður getur lagt sig um daginn," segir Ingvar Jónsson sem segir það ekkert trufla sig þó leikurinn verði á Laugardalsvelli, en ekki á gervigrasinuvellinum í Garðabæ.

,,Það er gaman að æfa við góðar aðstæður á Laugardalsvelli, þetta er mjög gaman. Það hefði kannski verið betra fyrir okkur að spila á gervigrasi og truflað þá kannski í leiðinni en ég held að það verði bullandi stemning á vellinum og gaman fyrir alla í hópnum að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það gerist ekki oft," segir Ingvar og bætir við að hann hafi alltaf haft trú á því að það yrði uppselt á þennan elik.

,,Kannski ekki að þeir sem áttu árskort myndu kaupa 6000 miða. Það er hinsvegar jákvætt og það verður greinilega margir Garðbæingar á vellinum."

,,Ég "Youtube-aði" sóknarmenn Inter í gærkvöldi og það var nóg af efni að finna af þeim síðustu tvö árin. Ég er búinn að horfa aðeins á þá og þetta eru hörku spilarar," segir Ingvar.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner