þri 19. ágúst 2014 09:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Liverpool reynir áfram að fá Falcao
Powerade
Radamel Falcao.
Radamel Falcao.
Mynd: Getty Images
Alex Song.
Alex Song.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað í dag.



Manchester United ætlar að borga 16 milljónir punda fyrir Marcos Rojo varnarmann Sporting Lisabon en Nani mun einnig fara til Sporting sem hluti af kaupverðinu. (Daily Mirror)

Liverpool hefur ennþá áhuga á Radamel Falcao framherja Monaco en Juventus er líka á höttunum á eftir leikmanninum. (Daily Mail)

Arsenal ætlar að kaupa gríska varnarmanninn Kostas Manolas frá Olympiakos á sex milljónir punda. (Daily Telegraph)

Southampton ætlar að hafna nýju tilboði upp á 17 milljónir punda í miðjumanninn Morgan Schneiderlin. (Sun)

Barcelona er tilbúið að leyfa Alex Song að fara frítt á láni í eitt tímabil. Everton, Manchester United og Tottenham hafa áhuga. (Daily Telegraph)

Bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto má fara frítt frá Tottenham. (Daily Mail)

Hull hefur mistekist að krækja í Danny Welbeck frá Manchester United og Troy Deeney framherja Watford. Steve Bruce ætlar því að reyna að fá Vincent Aboubakar frá Lorient á níu milljónir punda. (Daily Mirror)

Swansea er að kaupa miðvörðinn Federico Fernandez frá Napoli á átta milljónir punda. (South Wales Evening Post)

Glenn Hoddle gæti óvænt tekið við Crystal Palace. (Independent)

Martin Jol kemur einnig til greina sem næsti stjóri Palace. (Croydon Advertiser)

Malky Mackay er líklegastur til til að taka við Palace eftir að hafa rætt tvívegis við Steve Parish formann félagsins. (Daily Star)

Aðrar fréttir segja að Tim Sherwood sé að taka við Palace. (Sun)

Joe Hart segist vera tilbúinn að berjast við Willy Caballero um markvarðar stöðuna hjá Manchester City. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner