Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. ágúst 2014 11:45
Magnús Már Einarsson
Luis Suarez: Mun ekki bíta aftur
Suarez var kynntur sem leikmaður Barcelona í dag.
Suarez var kynntur sem leikmaður Barcelona í dag.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez segir að stuðningsmenn Barcelona þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann muni bíta andstæðing í leik með liðinu.

Suarez hefur þrívegis gerst sekur um að bíta andstæðing, síðast í sumar þegar hann beit Giorgio Chiellini í leik á HM. Suarez var dæmdur í fjögurra mánaða bann í kjölfarið

,,Ég er að reyna að gleyma þessum leik og þessu atviki. Þetta var erfitt fyrir mig. Ég get hins vegar sagt öllum stuðningsmönnum að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég mun ekki gera þetta aftur," sagði Suarez á fréttamannafundi í dag.

,,Auðvitað hafði ég áhyggjur eftir þetta atvik. Ekki bara út af félagaskiptunum til Barcelona heldur út af mér. Þetta er hins vegar í fortíðinni og núna einbeiti ég mér að Barcelona."

,,Eftir atvikið var ég mjög leiður og vildi ekki gera neitt. Síðan ræddi ég við sálfræðnginn minn og hann sagði að ég þyrfti að takast á við þetta og biðjast afsökunar. Ég gerði það og nú mun ég einbeita mér að nútíðinni og Barcelona."


Suarez hefur leitað hjálpar hjá sálfræðingum eftir atvikið í sumar. ,,Ég er að tala við fagmenn, réttu fagmennina. Það er mitt einkamál og ég vil ekki tjá mig meira um það," sagði Suarez.

Suarez má byrja að spila með Barcelona í lok október en fyrsti leikur hans verður líklega gegn Real Madrid. Úrúgvæinn er hæstánægur með að vera kominn til Barcelona.

,,Það komu tilboð frá öðrum félögum en þegar Barcelona sýndi áhuga þá var það draumur minn," sagði Suarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner