Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. ágúst 2014 12:34
Magnús Már Einarsson
Malky Mackay tekur við Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Malky Mackay hefur verið ráðinn stjóri Crystal Palace samkvæmt fréttum frá Englandi.

Palace hefur ekki ennþá staðfest þessi tíðindi en búist er við að félagið geri það síðar í dag.

Mackay tekur við af Tony Pulis sem hætti óvænt í síðustu viku, tveimur dögum fyrir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mackay kom Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina í fyrravor en hann var rekinn frá félaginu í desember síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner