banner
   þri 19. ágúst 2014 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Markalaust í Tyrklandi - Tap hjá Rúrik og félögum
FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld
FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld
Mynd: Getty Images
Demba Ba átti magnað skot í slá
Demba Ba átti magnað skot í slá
Mynd: Getty Images
Umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu fór fram í kvöld en Arsenal gerði þá markalaust jafntefli við Besiktas á meðan FC Kaupmannahöfn tapaði fyrir Bayer Leverkusen með þremur mörkum gegn tveimur.

Arsenal fór til Tyrklands og náði þar markalausu jafntefli. Demba Ba var í liði Besiktas en hann átti stórkostlegt skot í leiknum þar sem hann lét vaða við miðsvæðið en boltinn fór í slá.

Aaron Ramsey fékk að líta sitt annað gula spjald þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum en mun reynast mikil blóðtaka fyrir síðari leikinn hjá enska liðinu.

Markalaust var það þó í Tyrklandi og má því búast við hörkuleik á Emirates í síðari leiknum þar sem allt verður lagt undir.

FC Kaupmannahöfn tapaði þá fyrir Bayer Leverkusen með þremur mörkum gegn tveimur en Rúrik Gíslason kom þó ekki við sögu. Stefan Kiessling kom Leverkusen yfir en FCK náði að jafna og komast yfir. Karim Bellarabi og Heung-Kim Son skoruðu báðir og tryggðu þannig sigur Leverkusen.

Napoli og Athletic Bilbao gerðu þá 1-1 jafntefli en Gonzalo Higuain skoraði mark Napoli í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Úrslit og markaskorarar:

Salzburg 2 - 1 Malmo FF
1-0 Franz Schiemer ('16 )
2-0 Jonathan Soriano ('54 )
2-1 Emil Forsberg ('90 )

Steaua 1 - 0 Ludogorets
0-0 Alexsandru Chipciu ('34 , Misnotað víti)
1-0 Alexsandru Chipciu ('88 )

Besiktas 0 - 0 Arsenal

Rautt spjald:Aaron Ramsey, Arsenal ('80)
FC Kobenhavn 2 - 3 Bayer
0-1 Stephan Kiessling ('5 )
1-1 Mathias Jorgensen ('9 )
2-1 Daniel Amartey ('13 )
2-2 Karim Bellarabi ('31 )
2-3 Son Heung-Min ('42 )

Napoli 1 - 1 Athletic
0-1 Iker Muniain ('41 )
1-1 Gonzalo Higuain ('68 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner