Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. ágúst 2014 11:12
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Gylfi í holunni
Gylfi Þór Sigurðsson er sóknarmiðjumaður úrvalsliðsins.
Gylfi Þór Sigurðsson er sóknarmiðjumaður úrvalsliðsins.
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko var frábær.
Edin Dzeko var frábær.
Mynd: Getty Images
Fabregas var frábær gegn Burnley.
Fabregas var frábær gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Saido Berahino var á skotskónum um helgina.
Saido Berahino var á skotskónum um helgina.
Mynd: Getty Images
Heil og sæl! Velkomin í fyrsta úrvalslið tímabilsins 2014-15 í ensku úrvalsdeildinni! Umferðinni lauk í gær þegar Chelsea vann 3-1 útisigur gegn Burnley.

Okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson, er að sjálfsögðu í liðinu eftir að hafa lagt upp mark og skorað í 2-1 sigri Swansea á Old Trafford. Við spilum leikkerfið 3-5-2 að þessu sinni!

Allan McGregor, Ron Vlaar, Aleksandar Kolarov, Ki Sung-Yueng, Lee Cattermole, Raheem Sterling og Wayne Rooney voru allir nálægt því að komast í liðið.



Markvörður: Hugo Llloris - Tottenham
Hugo byrjar þetta tímabil eins og hann kláraði það síðasta. Hann tók flottar markvörslur og var öruggur í sínum aðgerðum. Tottenham getur þakkað honum fyrir nauman 1-0 sigur gegn West Ham.

Miðvörður: Eric Dier - Tottenham
Miðvörðurinn frá Sporting Lissabon var flottur varnarlega og opnaði markareikning sinn í fyrsta leik. Hann fór illa með vörn West Ham og kláraði færið eins og alvöru sóknarmaður.

Miðvörður: Philippe Senderos - Aston Villa
Þið sáuð þetta ekki koma. Philippe Senderos var magnaður í hjarta varnarinnar hjá Aston Villa á laugardag þar sem hann lék við hlið Ron Vlaar.

Miðvörður: James Chester - Hull City
Flottur varnarlega og skoraði sigurmarkið gegn Queens Park Rangers með skalla.

Hægri vængbakvörður: Gael Clichy - Manchester City
Gael Clichy hefur verið að spila sem hægri bakvörður í æfingaleikjum og leysti þá stöðu með sóma um helgina í fjarveru Pablo Zabaleta og Bacary Sagna.

Vinstri vængbakvörður: Aaron Creswell - West Ham
Var valinn maður leiksins hjá West Ham. Hélt Erik Lamela og Christian Eriksen niðri.

Miðjumaður: Victor Wanyama - Southampton
Átti frábæran leik gegn Liverpool og sá til þess að Philippe Coutinho sá ekki boltann. Wanyama virðist léttari og kvikari í hreyfingum en á síðasta tímabili.

Miðjumaður: Cesc Fabregas - Chelsea
Þvílíkt frumsýningarkvöld í bláa búningnum. Fabregas var frábær á miðju Chelsea og fótboltaáhugafólk fékk vatn í munninn þegar það sá stoðsendingu hans til Andre Schurrle.

Sóknarmiðjumaður: Gylfi Þór Sigurðsson - Swansea
Gylfi fær að spila sína uppáhalds stöðu hjá Swansea og var stjarna sýningarinnar í leikhúsi draumanna. Lagði upp mark og skoraði svo sigurmarkið.

Sóknarmaður: Edin Dzeko - Manchester City
Lék frábærlega gegn Newcastle og stoðsending hans til David Silva var mögnuð. Fékk verðskuldað hrós frá knattspyrnustjóranum eftir leik.

Sóknarmaður: Saido Berahino - West Brom
Það var pressa á Berahino að láta að sér kveða eftir fremur rólegt síðasta tímabil. Hann var frábær og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner