Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 10:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kórdrengir tróðu sokk - Mídas lagði Álafoss
Magnús Ársælsson skoraði fyrir Kórdrengi.
Magnús Ársælsson skoraði fyrir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gærkvöldi tryggðu Kórdrengir sér sigur í A-riðli 4. deildar. Kórdrengir eru á sínu fyrsta ári og þeir hafa svo sannarlega komið á óvart. Á sama tíma hafði Mídas betur gegn Álafossi í D-riðli.

A-riðill
Kórdrengir vinna A-riðil 4. deildar. Þetta varð ljóst eftir sigur þeirra á Herði frá Ísafirði í gær. Kórdrengir hafa komið öllum á óvart. Fyrir tímabilið var þeim sem spá sjötta sæti riðilsins, en þeir hafa svo sannarlega troðið sokk upp í spámenn. Vel gert hjá þeim!

Kórdrengir 3 - 2 Hörður Í.
1-0 Magnús Ársælsson ('24)
2-0 Valur Adolf Úlfarsson ('42)
2-1 Jón Ingi Skarphéðinsson ('68)
2-2 Felix Rein Grétarsson ('72)
3-2 Kristófer Bæring Sigurðarson ('82)

D-riðill
Í D-riðli eiga Mídas og Stál-úlfur tölfræðilega möguleika á því að komast áfram, en þessir möguleikar eru mjög litlir. Mídas hélt í vonina með því að vinna Álafoss í gær, en staðan er þannig núna að Álftanes og KH eru að fara í úrslitakeppnina. Álftanes hefur unnið riðilinn, en KH er sem stendur í öðru sæti í góðum málum.

Mídas 3 - 2 Álafoss




Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner