Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 19. ágúst 2017 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Allir leikmenn WBA til sölu fyrir rétt verð
Jonny Evans hefur verið orðaður við Manchester City
Jonny Evans hefur verið orðaður við Manchester City
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, knattspyrnustjóri WBA á Englandi, viðurkennir að allir leikmenn félagsins séu til sölu fyrir rétt verð.

Manchester City hefur verið á höttunum eftir varnarmanninum öfluga Jonny Evans en WBA er þegar talið hafa hafnað tilboði í leikmanninn.

Pulis viðurkenni að það gæti reynst erfitt að hafna tilboðum sem eru of góð en að félagið þurfi þó ekki að selja leikmenn.

WBA veit þó að félagið í þeirri stöðu að það gæti neyðst til þess að selja leikmenn ef fáránleg tilboð berast í leikmennina. Evans gæti því farið til City en WBA hefur áhuga á að fá Mamadou Sakho frá Liverpool í stað hans.

Liverpool vill fá 30 milljón punda fyrir Sakho en vermiðinn gæti fælt félagið frá honum. Ef WBA selur Evans hins vegar þá eru allir vegir færir.
Athugasemdir
banner
banner
banner