Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. ágúst 2017 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar að leggja fram tilboð í Draxler
Julian Draxler í leik með Paris Saint-Germain
Julian Draxler í leik með Paris Saint-Germain
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar sér að leggja fram tilboð í þýska leikmanninn Julian Draxler sem leikur með Paris Saint-Germain. Enskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Draxler, sem kom til PSG frá Wolfsburg í janúar, var ekki í hópnum hjá PSG í fyrsta leik þeirra í deildinni en búist er við því að hann fái lítinn spiltíma á þessari leiktíð.

PSG keypti Neymar fyrir 220 milljónir evra í sumar og þarf félagið að losa sig við menn til þess að losa um laun og koma til móts við fjárhagsreglur UEFA og FIFA.

Arsenal er sagt ætla að undirbúa tilboð í Draxler en félagið mun bjóða 32 milljón punda í hann. Þýski leikmaðurinn hefur þó ekki áhuga á að yfirgefa PSG en gæti neyðst til þess að yfirgefa félagið í sumar.

PSG er þegar með Neymar, Angel Di Maria, Javier Pastore, Lucas Moura og Hatem Ben Arfa og ljóst að einhver af þeim þarf að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner