Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 13:03
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Besti markvörður Pepsi-deildarinnar er...
Anton Ari Einarsson (Valur)
Anton Ari hefur stigið rosalega upp.
Anton Ari hefur stigið rosalega upp.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gunnar Nielsen tekur annað skotið.
Gunnar Nielsen tekur annað skotið.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Cristian Martínez, markvörður Ólsara.
Cristian Martínez, markvörður Ólsara.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net stóð fyrir könnun þar sem skoðað var hverjir væru bestir í Pepsi-deildinni að mati fólksins í stúkunni. Valið var eftir stöðum og gat hver sem er tekið þátt en þátttakan var gríðarlega góð.

Á X977 í dag var opinberað hverjir þrír efstu í hverjum flokki eru og hér að neðan má sjá þrjá bestu markverðina.

Það var jöfn og spennandi barátta um markvarðarstöðuna en þeir þrír sem voru efstir höfðu þó nokkra yfirburði.

Þátttakendum gafst kostur á að koma með rökstuðning fyrir vali sínu og birtum við valin ummæli með.



1. Anton Ari Einarsson (Valur)

„Frábær fótavinna og góður í spilinu, hann er í raun líka ellefti útileikmaðurinn ."

„Aðeins fengið tólf mörk á sig í deildinni. Það þarf í raun ekki að segja meira."

„Búinn að standast pressuna á þessu tímabili, frábær markvörður. Sá eini sem þorir að hafa boltann í fótunum. Hefur þaggað niður í mörgum efasemdarröddum."

„Hefur komið gríðarlega mikið á óvart í sumar og bjargað þó nokkrum stigum fyrir Valsara. Án hans væru þeir ekki á toppnum."



2. Gunnar Nielsen (FH)

„Vörn FH hefur verið galopin á leiktíðinni en FH aðeins fengið á sig 16 mörk í 14 leikjum sem gerir FH af næst besta varnarliðinu. Hefur verið að verja mjög vel"

„Færeyingurinn hefur oft bjargað FH á ögurstundu."

„Heilsteyptasti markvörður deildarinnar."



3. Cristian Martínez (Víkingur Ó.)

„Er búinn að halda Víkingunum á lífi í þessari deild með mögnuðum markvörslum."

„Liðið væri ekki í þeirri stöðu sem það er í dag ef hann væri ekki til staðar."

„Ver bara eins og f-ing smokkfiskur."
Athugasemdir
banner
banner
banner