lau 19. ágúst 2017 13:11
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Besti miðjumaður Pepsi-deildarinnar er...
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni er besti miðjumaður deildarinnar.
Hilmar Árni er besti miðjumaður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll tekur silfrið.
Haukur Páll tekur silfrið.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Davíð Þór, fyrirliði FH.
Davíð Þór, fyrirliði FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net stóð fyrir könnun þar sem skoðað var hverjir væru bestir í Pepsi-deildinni að mati fólksins í stúkunni. Valið var eftir stöðum og gat hver sem er tekið þátt en þátttakan var gríðarlega góð.

Á X977 í dag var opinberað hverjir þrír efstu í hverjum flokki eru og hér að neðan má sjá þrjá bestu miðjumennina.

Það var hörð barátta milli tveggja efstu um valið á besta miðjumanninum en þeir tveir höfðu nokkra yfirburði.

Þátttakendum gafst kostur á að koma með rökstuðning fyrir vali sínu og birtum við valin ummæli með.



1.Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)

„Líklega bestur í „fótbolta“ í deildinni. Svo langt frá því að vera bara spyrnumaður. Mýkstu snertingarnar, mesta yfirsýnin, bestu sendingarnar og missir aldrei boltann."

„Besti leikmaður deildarinnar. Góður skotmaður, tæknileg geta uppá 10/10, missir aldrei boltann og skapar/skorar mörk. Sterkur líkamlega og andlega. Unun að fylgjast með honum spila fótbolta."

„Klárlega besti fótboltamaður deildarinnar. Tæknin, sendingarnar og að skapa eitthvað úr engu. Föstu leikatriðin hjá Stjörnunni væru ekki svona umtöluð án hans."

„Ein helsta ástæðan fyrir því að Stjarnan er í þessari toppbaráttu. Spilar erlendis næsta tímabili, svo mikið er ljóst. Er eiginlega aldrei slappur."



2. Haukur Páll Sigurðsson (Valur)

„Er búinn að vera mjög góður á leiktíðinni, vinnur svakalega marga skallabolta og fórnar sér fyrir liðið. Mikilvægasti leikmaður besta liðsins."

„Hann tapar bara ekki skallaeinvígi og er algjör lykilmaður í að brjóta upp sóknir andstæðinga. Gefur sig 101% í hvern leik. Leiðir vagninn."

„Hefur verið frábær í sumar og það hefur sýnt sig hvað hann er mikilvægur fyrir Vals-liðið þegar hann hefur ekki verið með. Leiðtogi."

„Nagli á miðjunni sem dreifir spili og skorar af og til. Ótrúlega seigur."



3. Davíð Þór Viðarsson (FH)

„Þegar Davíð er gíraður þá er FH-liðið gírað."

„Umferðarstjórinn í Hafnarfirði."

„Þó þetta sé ekki hans besta tímabil er hann enn besti miðjumaður deildarinnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner