Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 13:14
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Besti sóknarmaður Pepsi-deildarinnar er...
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar skorar og skorar.
Andri Rúnar skorar og skorar.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Lennon er ansi skeinuhættur.
Lennon er ansi skeinuhættur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Baldvinsson fagnar marki.
Guðjón Baldvinsson fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net stóð fyrir könnun þar sem skoðað var hverjir væru bestir í Pepsi-deildinni að mati fólksins í stúkunni. Valið var eftir stöðum og gat hver sem er tekið þátt en þátttakan var gríðarlega góð.

Á X977 í dag var opinberað hverjir þrír efstu í hverjum flokki eru og hér að neðan má sjá þrjá bestu sóknarmennina.

Þrír hrikalega öflugir sóknarmenn voru þar fyrir valinu.

Þátttakendum gafst kostur á að koma með rökstuðning fyrir vali sínu og birtum við valin ummæli með.



1. Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)

„Getur ekki hætt að skora svo það er ekki annað hægt en velja hann."

„14 mörk í 15 leikjum og það í liði sem var spáð falli fyrir tímabilið, hefur líka haldið áfram að skora á meðan að liðið fór að ströggla."

„Duglegur og klárar færin sín ansi vel. Markahæstur í deildinni. Ekta striker."

„Getið sleppt því að taka mark á þeim atkvæðisseðlum þar sem Andri er ekki valinn."



2. Steven Lennon (FH)

„Búinn að skora fullt af mörkum, mikið af einstaklingsframtökum og er búinn að halda FH-ingum nálægt Val allt tímabilið."

„ Hafnfirðingurinn skoski er ansi sposkur þessa dagana. Þegar hann skorar ekki mörk, þá er hann alltaf að reyna að finna leiðir í gegnum vörn andstæðinganna. Mikill fótboltaheili og teknískur."

„Steven Lennon er án vafa sá besti. Bestur í fótbolta á landinu. Án vafa gæti þessi gæji verið að spila í sterkari deild. Sóknarleikur FH án Steven Lennon væri efni í góðan grínþátt."



3. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)

„Stjarnan skín ekki skært nema Guðjón sé inni á vellinum."

„Djöfull held ég að það sé leiðinlegt að vera varnarmaður og þurfa að glíma við hann."

„Mikilvægi hans fyrir Stjörnuna er óumdeilt."
Athugasemdir
banner
banner
banner