Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Boer: Við fórum í taugarnar á Liverpool
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel í nánast 90 mínútur," sagði Frank de Boer, stjóri Crystal Palace, eftir tap gegn Liverpool í dag.

„Við fórum í taugarnar á Liverpool og við vorum mjög skipulagðir. Við spiluðum aftarlega vegna þess að Liverpool er með lið sem þú verður að virða," sagði hollenski knattspyrnustjórinn.

„Við verðjum að berjast saman allan leikinn. Við töpuðum leiknum á Selhurst Park á 15 mínútum og í dag töpuðum við eftir eina slæma snertingu. Við héldum einbeitingu í 95 mínútur."

„Ég er mjög ánægður með andann í liðinu í dag, en ég er ekki sáttur með úrslitin. Við getum byggt á þessu."

Crystal Palace hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner