lau 19. ágúst 2017 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eggert spilaði sinn fyrsta leik - Ólafur Ingi fékk nokkrar mínútur
Eggert kom loksins við sögu hjá Sönderjyske í dag.
Eggert kom loksins við sögu hjá Sönderjyske í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi spilar í Tyrklandi.
Ólafur Ingi spilar í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kári var ónotaður varamaður í dag.
Kári var ónotaður varamaður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kíkjum á það hvað íslenskir atvinnumenn voru að gera í dag.

Danmörk
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í dag sinn fyrsta leik með danska liðinu Sönderjyske. Hann kom inn á sem varamaður á 55. mínútu gegn stórliði FCK. Staðan var 1-0 fyrir FCK þegar Eggert kom inn á, en fljótlega breyttist staðan. Sönderjyske komst í 2-1, en þeir misstu síðan forystuna niður og lokatölur urðu 3-2 fyrir FCK.

Sönderjyske er í sjötta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

FCK 3 - 2 Sönderjyske
1-0 K. Kusk ('27)
1-1 C Jakobsen ('59)
1-2 M. Uhre ('62)
2-2 B. Verbic ('81)
3-2 A. Pavlovic ('84)


Noregur
Samúel Kári Friðjónsson var ónotaður varamaður þegar Vålerenga tapaði gegn Lilleström í dag. Vålerenga er í 12. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir þetta tap gegn Lilleström í dag.

Lilleström 2 - 1 Vålerenga
1-0 F. Kippe ('9)
1-1 C. Grindheim ('29)
2-1 I. Matthew ('43)

Skotland
Kári Árnason var á bekknum annan leikinn í röð. Hann kom ekki við sögu í 2-1 sigri Aberdeen. Kári byrjaði fyrsta leik Aberdeen, en eftir slaka frammistöðu þar hefur hann verið geymdur á bekknum.

Aberdeen 2 - 1 Dundee
1-0 S. May ('11)
1-1 R. Deacon ('53)
2-1 S. May ('79)

Tyrkland
Tyrkneska úrvalsdeildin er farin að rúlla. Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í Kardemir Karabukspor unnu 3-1 gegn Basaksehir í dag. Ólafur Ingi byrjaði á bekknum, en kom inn á þegar fjórar mínútur voru eftir. Kardemir er með fjögur stig eftir tvo leiki.

Kardemir Karabukspor 3 - 1 Basaksehir
0-1 S. Napoleoni ('21)
1-1 G. Torje ('29)
2-1 Sjálfsmark ('45)
3-1 G. Grozav ('67)
Athugasemdir
banner
banner
banner