banner
   lau 19. ágúst 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Bayern: Ber enga virðingu fyrir Barcelona lengur
Ousmane er mikið í umræðunni.
Ousmane er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Félagsskiptaglugginn hjá Barcelona fær falleinkunn.

Að missa Neymar til Paris Saint-Germain var stórslys sem enginn sá gerast þegar sumarið hófst. Barcelona er að reyna að fylla skarð Neymar, en það eru ekki allir sáttir með það hvernig aðferðir þeir hafa verið að nota til þess að reyna að gera það.

Eltingarleikur þeirra við Ousmane Dembele hjá Dortmund hefur ekki farið vel í menn. Aðferðirnar þykja óheiðarlegar.

Hinn tvítugi Dembele vill fara til Barcelona og hann er hættur að mæta á æfingar hjá Dortmund. Hann lét sig hverfa og lét engan vita áður en hann fór til Frakklands þar sem hann vinnur að því að fá Dortmund til að selja sig til Katalóníu.

Sjá einnig:
Dembele skildi allt eftir í rusli í íbúð Klopp

Aðferðir Barcelona þykja svo slæmar að helstu keppniautar og erkifjendur Dortmund í Bayern gagnrýna þær.

„Ef stórlið Barcelona stendur á bavkið verkfall Dembele, þá ber ég enga virðingu fyrir því liði lengur. Að fá leikmann til að fara gegn samningi, þá botninum náð," sagði Uli Hoeness, forseti Bayern í viðtali við þýska tímaritið Kicker.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner