Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Viktor Karl á skotskónum í B-deildinni
Mynd: Raggi Óla
Den Bosch 1 - 3 AZ II
1-0 Muhammed Mert ('15)
1-1 A. El Hasnaoui ('29)
1-2 J. Helmer ('43, víti)
1-3 Viktor Karl Einarsson ('89)

Unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Karl Einarsson var á skotskónum þegar varalið AZ Alkmaar hóf leik í hollensku B-deildinni í gær.

AZ heimsótti Den Bosh og lenti snemma undir. Mark Den Bosch skoraði Muhammed Mert, fyrrum leikmaður Víkings Reykjavíkur, en hann yfirgaf Fossvogsliðið í júlí glugganum. Hann stóðst ekki væntingar hjá Víkingi og þótti latur á æfingum.

Leikmenn AZ voru fljótir að svara og voru komnir 2-1 yfir áður en dómarinn flautaði til hálfleiks.

Viktor Karl kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og hann skoraði á 89. mínútu. Hann var fljótur að láta til sín taka.

Viktor kom til AZ frá Breiðabliki árið 2013 og hefur spilað með unglingaliðum liðsins síðan.



Athugasemdir
banner
banner