Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Titilvörnin fer vel af stað hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Juventus 3 - 0 Cagliari
1-0 Mario Mandzukic ('12 )
1-0 Diego Farias ('39 , Misnotað víti)
2-0 Paulo Dybala ('45 )
3-0 Gonzalo Higuain ('66 )

Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á Ítalíu mjög vel.

Þeir mættu Cagliari í fyrsta leik ítölsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili, en lið Juve var fljótt að komast yfir. Sóknarmaðurinn stóri og stæðilegi, Mario Mandzukic, kom Juventus yfir eftir 12 mínútur.

Cagliari fékk tækifæri til að jafna, en Diego Faria klúðraði vítaspyrnu. Juventus refsar vanalega fyrir svona mistök og þeir gerðu það í dag.

Paulo Dybala skoraði áður en fyrri hálfleikurinn var úti og um miðjan seinni hálfleikinn gerði Gonzalo Higuain út um leikinn.

Lokatölur 3-0 og byrjunin flott hjá Juventus á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Upphitun fyrir ítölsku úrvalsdeildina
SportTv sýnir ítalska boltann í beinni
Athugasemdir
banner
banner