Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. ágúst 2017 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jonny Evans ekki í hóp - Á leið til Man City?
Mynd: Getty Images
Jonny Evans er ekki í leikmannahópi West Brom sem mætir Burnley núna kl. 14:00. Þetta vekur athygli.

Ástæðan fyrir því að þetta vekur athygli er sú að Evans hefur mikið verið orðaður við Manchester City undanfarna daga. Virtustu fjölmiðlarnir í Bretlandi, BBC og Sky Sports, hafa greint frá því að City hafi gert tvö tilboð í Evans. Það síðasta var upp á 18 millljónir punda, en West Brom vill fá nær 30 milljónum punda fyrir hann.

Evans missti af fyrsta leik tímabilsins vegna meiðsla, en það er spurning hvort meiðslin séu enn að hrjá hann eða hvort umræðan um Manchester City sé eitthvað að trufla kauða.

Sjá einnig:
Guardiola: Jonny Evans er leikmaður West Brom

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley, en bæði byrjunarlið má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Burnley: Heaton, Lowton, Tarkoski, Mee, Ward, Jóhann Berg, Hendrick, Cork, Defour, Brady, Vokes.

Byrjunarlið West Brom: Foster, Nyom, Hegazi, Dawson, Brunt, Phillips, Field, Livermore, Barry, McClean, Rodriguez.





Athugasemdir
banner
banner
banner